8 . fundur sameiningarnefndar
Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur og Kolbeinsstaðahreppur
Fundurinn haldinn á bæjarskrifstofunni í Borgarnesi
mánudaginn 3. apríl 2006
Mættir: Finnbogi Rögnvaldsson, Ingibjörg Daníelsdóttir, Jónas Jóhannesson, Jónína Heiðarsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Ólafur Sigvaldason, Sveinbjörn Eyjólfsson, Linda B. Pálsdóttir, Páll S. Brynjarsson og Hólmfríður Sveinsdóttir.
Forföll: Helga Halldórsdóttir.
Sveinbjörn setti fundinn kl. 16.00.
1. Fundargerð síðasta fundar
Fundargerð síðasta fundar hafði verið send fundarmönnum og var hún samþykkt án athugasemda.
2. Starfsmannamál og skipurit nýs sveitarfélags
Fundarmenn höfðu fengið send ný gögn vegna skipurits nýs sveitarfélags og starfslýsingar. Umræður. Engar efnislegar athugasemdir komu fram. Finnbogi gerði grein fyrir fundi hans og Páls með leikskólastjórum. Þar kom meðal annars fram að leikskólastjórar telja mikla þörf á að starfsmaður í stjórnsýslu fari með einhverskonar samræmingarhlutverk vegna sameiginlegra mála allra leikskólanna.
Stefnt er að því að nefndin samþykki fyrir sitt leyti skipurit, starfslýsingar, erindisbréf nefnda og samþykktir fyrir nýtt sveitarfélag. Hólmfríður mun senda nefndarmönnum gögn til yfirlestrar fyrir fundinn.
3. Samræming bókhalda sveitarfélaganna
Linda og Páll lögðu fram minnisblað frá KPMG dags. 1. apríl 2006. Sameiningarnefndin leggur til í ljósi hagræðingar að kennitala Borgarbyggðar verði notuð í bókhaldi nýs sveitarfélags. Fram kom sú ábending frá KPMG að huga að því hvort framlengja megi samning við Lindu og fela henni að fylgja eftir málinu inn í nýtt sveitarfélag. Nefndarmenn sammála um að mikilvægt sé að skoða hvernig tryggja megi að samfellan verði eins og best veður á kosið þegar sveitarfélögin sameinast og þar með bókhaldskerfi þeirra.
4. Yfirkjörstjórn
Nefndarmenn höfðu fengið senda minnispunkta frá yfirkjörstjórn nýs sveitarfélags. Hver sveitarstjórnanna fjögurra munu veita kjörstjórninni formlegt umboð til að fara með yfirkjörstjórn í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Samþykkt að ekki verði hægt að taka þátt í skoðanakönnun um nafn á nýju sveitarfélagi heldur verði það einungis gert á kjördag. Nafnanefndinni falið að sjá um talningu atkvæðaseðla vegna skoðanakönnunar um nýtt nafn.
5. Borgarfjarðarblað
Páll greindi frá því að komið væri fram tilboð frá Skessuhorni ehf vegna þriðju útgáfu á blaði Háskólaráðs Borgarfjarðar. Komið hefur fram tilnefning um að Ásthildur Magnúsdóttir og Linda Björk Pálsdóttir verði fulltrúar sveitarfélaganna og að Hólmfríður Sveinsdóttir fulltrúi háskólanna. Stefnt er að útgáfu blaðsins í byrjun maí.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.00
Fundargerð ritaði Hólmfríður Sveinsdóttir. |